Afrekskonur

//Afrekskonur
image_pdfimage_print
Sýningafrekskonurin Afrekskonur stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur og má þar finna sögu kvennabaráttu á Íslandi sem varpað er fram á fjölbreyttan hátt.

Á sýningunni er gerð grein fyrir framlagi kvenna til íslensks samfélags, persónulegum og pólitískum sigrum, afrekum í hversdagslífi og á opinberum vettvangi. Afrekskonur er samspil margra ólíkra sýninga sem hafa verið settar upp og/eða eru yfirstandandi í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Konubókastofa gefur gestum tækifæri til að glugga í bækur um konur og eftir konur.
Í krakkahorninu er hægt að velta fyrir sér spurningum varðandi hlutverk kynjanna og leikföngum í því samhengi.

 
afrekskonur2Á meðan á sýningu stendur verður haldið áfram að safna afrekssögum af konum í gegnum netfangið afrekasyning@reykjavik.is og á www.afrekskonur.is. Sýningin verður opin í september og verða viðburðir allan mánuðinn tengdir afrekskonum. #afrekskonur
 
Nemendahópar eru velkomnir á sýninguna og er gott tækifæri til að kynna þeim fyrir afrekum kvenna í gegnum tíðina. Við mælum með að gera verkefni eftir heimsóknina þar sem hver nemandi, og kennari, sendi inn sögu af afrekskonu úr sínu nærumhverfi á afrekasyning@reykjavik.is.
 
2015-09-20T16:49:30+00:00