Jafnrettistorg.is

logo
Í dag opnar Skóla- og frístundarsvið Jafnréttistorg þar sem hægt er að finna fjölbreytt kennsluefni um jafnrétti. Um er að ræða vef sem er allt í senn kennsluvefur, hugmyndabanki og fréttavefur um jafnréttismál í skóla og frístundastarfi borgarinnar.
 
jafnrettistorg_sida
Á vefnum getur starfsfólk fundið ýmsar hugmyndir um jafnréttisstarf með börnum og ungmennum, allt frá leikskólaaldri og til unglingsára. Vefurinn er í anda mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar þar sem fjallað er um um jafnrétti í víðum skilningi. Jafnréttisflokkarnir sem vefurinn nær til eru fjórir, fjallað er um kyn, hinsegin fólk, fötlun og uppruna.
Fjölmargar hugmyndir um kennslu- og umræðuefni eru nú þegar komnar inn á vefinn en fólk er hvatt til að senda inn fleiri hugmyndir því vefurinn mun verða í stöðugri þróun.
Jafnrettistorg.is er samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Menntamiðju Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
jafnrettistorg_sida2
Síðan er mjög aðgengileg og er efnið á síðunni flokkað eftir aldir nemenda, hvað skal kennt og hvort um kennsluefni eða starfsþróunarefni er að ræða.
 
Frekari upplýsingar veitir Fríða Rós Valdimarsdóttir frida.ros.valdimarsdottir@reykjavik.is.