Stelpur filma!

//Stelpur filma!
image_pdfimage_print

þatttakendur  
14. til 18. september fór fram í Norræna húsinu námskeiðið Stelpur filma! sem var samstarfsverkefni MIXTÚRU og RIFF. Þar komu saman 66 stelpur úr 11 grunnskólum Reykjavíkurborgar til að læra að búa til kvikmynd. Á námskeiðinu þurftu nemendur úr hverjum skóla að fullgera eina eina 5 mínútna stuttmynd.

Kennarar á námskeiðinu voru þau Áslaug Einarsdóttir stofnandi Stelpur rokka!, Baltasar Kormákur leikstjóri, Elísabet Ronaldsdóttir klippari, Ísold Uggadóttir leikstjóri og Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur. Erla Stefánsdóttir, frá Mixtúru-Margmiðlunarveri Skóla- og frístundasviðs, sá um tæknilega kennslu og Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Stelpur fividtal_stelpurlma!, sá um  jafnréttisfræðslu. Einnig kíkti Steiney Skúladóttir úr Reykjavíkurdætur og Hraðfréttum í heimsókn til stelpnanna sem sérstakur leynigestur.

Stelpur filma! var haldið í fyrsta skipti í ár í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna á Íslandi en er hugsað til framtíðar. Námskeiðið er liður í því að rétta af þá kynjaskekkju sem skekir kvikmyndagerð á Íslandi.

Námskeiðið byggir á hugmyndafræði rokkbúðanna Stelpur rokka! þar sem leitast er við að hafa einungis konur sem leiðbeina og kenna. Með því er verið að skapa sem öruggasta rými sem kostur er á fyrir stelpur til að skapa og tjá sig.

Námskeividtalðið tókst vonum framar. Stelpurnar sýndu mikinn metnað á námskeiðinu og voru afskaplega áhugasamar. Það verður spennandi að sjá myndirnar. Þær verðu aðgengilegar á netinu og munum við setja þær inn á Jafnréttistorgið svo kennarar geti nýtt sér þær hvort sem er til afþreyingar eða í kennslu.

Frumsýningin verður háleynileg en almenningi gefst kostur á að sjá myndirnar á RIFF helgina 3. og 4. október klukkan 13 í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis.

balti

2015-09-20T18:23:38+00:00