Ný skýrsla um kynjajafnrétti í leikskólum

Leikskólinn Geislabaugur hefur sent frá sér virkilega áhugaverða skýrslu sem segir frá þróunarverkefni um kynjajafnrétti í leikskólanum. Starfsfólk Geislabaugs hefur unnið að verkefninu undanfarin ár, þau hafa rekist á ýmsar hindranir, þurft að endurskoða sín eigin viðhorf og framkomu og breyta ákveðnum þáttum í starfinu en að verkefninu loknu eru þau stolt og ánægð með frábæran árangur. Þau ætla að halda áfram að vinna að markvissu jafnrétti í starfi sínu. Rennið endilega yfir þessa ótrúlega áhugaverðu skýrslu!

http://geislabaugur.is/images/nu_skal_segja_throunarverkefni_i_leikskolanum_Geislabaugi.pdf