Rósalín – Falleg stutt teiknimynd með hinsegin ívafi

//Rósalín – Falleg stutt teiknimynd með hinsegin ívafi
image_pdfimage_print

Samtökin ´78 hafa gefið út fallega stutta teiknimynd með hinsegin ívafi sem ber nafnið Rósalín. Jafnréttisskóli Reykjavíkur styrkti íslenska útgáfu myndarinnar. Um er að ræða fimm mínútna mynd sem brýtur upp prinsessustaðalmyndina og er liður í því að fagna fjölbreytileikanum. Það er mikilvægt fyrir börn að eiga aðgang að barnaefni sem býður upp á allt litróf mannlífsins og því fögnum við útgáfu þessarar teiknimyndar. Myndina er að finna í hugmyndabankanum, undir leikskóli og yngsta stig. Njótið vel

2016-09-13T13:09:36+00:00