Jafnrettistorg.is

logo
Í dag opnar Skóla- og frístundarsvið Jafnréttistorg þar sem hægt er að finna fjölbreytt kennsluefni um jafnrétti. Um er að ræða vef sem er allt í senn kennsluvefur, hugmyndabanki og fréttavefur um jafnréttismál í skóla og frístundastarfi borgarinnar.
 
jafnrettistorg_sida
Á vefnum getur starfsfólk fundið ýmsar hugmyndir um jafnréttisstarf með börnum og ungmennum, allt frá leikskólaaldri og til unglingsára. Vefurinn er í anda mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar þar sem fjallað er um um jafnrétti í víðum skilningi. Jafnréttisflokkarnir sem vefurinn nær til eru fjórir, fjallað er um kyn, hinsegin fólk, fötlun og uppruna.
Fjölmargar hugmyndir um kennslu- og umræðuefni eru nú þegar komnar inn á vefinn en fólk er hvatt til að senda inn fleiri hugmyndir því vefurinn mun verða í stöðugri þróun.
Jafnrettistorg.is er samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Menntamiðju Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
jafnrettistorg_sida2
Síðan er mjög aðgengileg og er efnið á síðunni flokkað eftir aldir nemenda, hvað skal kennt og hvort um kennsluefni eða starfsþróunarefni er að ræða.
 
Frekari upplýsingar veitir Fríða Rós Valdimarsdóttir frida.ros.valdimarsdottir@reykjavik.is. Afrekskonur

Sýningafrekskonurin Afrekskonur stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur og má þar finna sögu kvennabaráttu á Íslandi sem varpað er fram á fjölbreyttan hátt.

Á sýningunni er gerð grein fyrir framlagi kvenna til íslensks samfélags, persónulegum og pólitískum sigrum, afrekum í hversdagslífi og á opinberum vettvangi. Afrekskonur er samspil margra ólíkra sýninga sem hafa verið settar upp og/eða eru yfirstandandi í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Konubókastofa gefur gestum tækifæri til að glugga í bækur um konur og eftir konur.
Í krakkahorninu er hægt að velta fyrir sér spurningum varðandi hlutverk kynjanna og leikföngum í því samhengi.

 
afrekskonur2Á meðan á sýningu stendur verður haldið áfram að safna afrekssögum af konum í gegnum netfangið afrekasyning@reykjavik.is og á www.afrekskonur.is. Sýningin verður opin í september og verða viðburðir allan mánuðinn tengdir afrekskonum. #afrekskonur
 
Nemendahópar eru velkomnir á sýninguna og er gott tækifæri til að kynna þeim fyrir afrekum kvenna í gegnum tíðina. Við mælum með að gera verkefni eftir heimsóknina þar sem hver nemandi, og kennari, sendi inn sögu af afrekskonu úr sínu nærumhverfi á afrekasyning@reykjavik.is.
 Stelpur filma!

þatttakendur  
14. til 18. september fór fram í Norræna húsinu námskeiðið Stelpur filma! sem var samstarfsverkefni MIXTÚRU og RIFF. Þar komu saman 66 stelpur úr 11 grunnskólum Reykjavíkurborgar til að læra að búa til kvikmynd. Á námskeiðinu þurftu nemendur úr hverjum skóla að fullgera eina eina 5 mínútna stuttmynd.

Kennarar á námskeiðinu voru þau Áslaug Einarsdóttir stofnandi Stelpur rokka!, Baltasar Kormákur leikstjóri, Elísabet Ronaldsdóttir klippari, Ísold Uggadóttir leikstjóri og Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur. Erla Stefánsdóttir, frá Mixtúru-Margmiðlunarveri Skóla- og frístundasviðs, sá um tæknilega kennslu og Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Stelpur fividtal_stelpurlma!, sá um  jafnréttisfræðslu. Einnig kíkti Steiney Skúladóttir úr Reykjavíkurdætur og Hraðfréttum í heimsókn til stelpnanna sem sérstakur leynigestur.

Stelpur filma! var haldið í fyrsta skipti í ár í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna á Íslandi en er hugsað til framtíðar. Námskeiðið er liður í því að rétta af þá kynjaskekkju sem skekir kvikmyndagerð á Íslandi.

Námskeiðið byggir á hugmyndafræði rokkbúðanna Stelpur rokka! þar sem leitast er við að hafa einungis konur sem leiðbeina og kenna. Með því er verið að skapa sem öruggasta rými sem kostur er á fyrir stelpur til að skapa og tjá sig.

Námskeividtalðið tókst vonum framar. Stelpurnar sýndu mikinn metnað á námskeiðinu og voru afskaplega áhugasamar. Það verður spennandi að sjá myndirnar. Þær verðu aðgengilegar á netinu og munum við setja þær inn á Jafnréttistorgið svo kennarar geti nýtt sér þær hvort sem er til afþreyingar eða í kennslu.

Frumsýningin verður háleynileg en almenningi gefst kostur á að sjá myndirnar á RIFF helgina 3. og 4. október klukkan 13 í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis.

balti